Vatnakerfi Blöndu 2012. Göngufiskur og veiði

Nánari upplýsingar
Titill Vatnakerfi Blöndu 2012. Göngufiskur og veiði
Lýsing

Ítarlegar rannsóknir á fiskstofnum vatnakerfis Blöndu hafa verið stundaðar síðustu þrjá áratugi. Í skýrslunni er að finna niðurstöður um fiskgengd um fiskteljara í Ennisflúðum og um stangaveiði í Blöndu og Svartá sumarið 2012, auk hitamælinga í Blöndu. Alls gengu 424 smálaxar og 144 stórlaxar um teljarann sumarið 2012, auk 615 silunga. Flestir laxarnir gengu frá miðjun júní og út júlí. Alls veiddust 892 laxar í vatnakerfinu sumarið 2012, þar af 89 í Svartá. Í Blöndu var mesta veiðin neðan Ennisflúða, 635 laxar. Í heild gengu 1.345 laxar í vatnkerfið sumarið 2012 og var aflahlutfallið um 63 % fyrir smálax og um 76 % fyrir stórlax. Um 22 % veiddra stórlaxa var sleppt aftur og 2,5 % smálaxa. Bleikjuganga upp fyrir Ennisflúðir var metin 769 fiskar sumarið 2012. 

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Ingi Rúnar Jónsson
Flokkun
Flokkur Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016)
Útgáfuár 2013
Leitarorð lax, bleikja, teljari, vatnshiti, Blanda, Svartá, Blöndulón, Ennisflúðir, veiði
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?