Ummerki eftir sel á veiddum laxfiskum í völdum veiðiám í Húnaþingi vestra og Austur-Húnavatnssýslu

Nánari upplýsingar
Titill Ummerki eftir sel á veiddum laxfiskum í völdum veiðiám í Húnaþingi vestra og Austur-Húnavatnssýslu
Lýsing

Ummerki eftir landsel á veiddum löxum, bleikjum og urriðum var kannað í Vatnsdalsá og Laxá á Ásum í Austur-Húnavatnssýslu, ásamt Víðidalsá, Gljúfurá og Miðfjarðará í Húnaþingi vestra árin 2009 og 2010. Veiðimenn í þessum ám voru beðnir að skrá öll ummerki sem sáust á veiddum fiskum, ásamt því að tilgreina hvort ummerkin væru vegna sela (bit/klór), neta, annarra ástæðna eða ef ekki var vitað hvernig ummerkin væru til komin. Niðurstöður benda til að selbit og önnur ummerki á veiddum fiskum séu fátíð. Samtals fyrir bæði árin voru skráð ummerki eftir sel á 78 laxfiskum sem samsvarar 0,61% af veiddum fiskum á tímabilinu sem rannsóknin stóð yfir. Árið 2009 voru 0,36% af veiddum löxum selbitnir eða klóraðir af sel, en enginn silungur. 2010 voru 0,92% af veiddum löxum með slík ummerki, en aðeins 0,07% af veiddum bleikjum og 0,04% af veiddum urriðum. 62,1% af selbitnum löxum voru stórlaxar (dvalið tvö ár í sjó; ≥70cm). Frekari rannsókn á áhrifum landsela í árósum á laxfiska á þessu svæði er yfirstandandi.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016)
Útgáfuár 2014
Leitarorð landselir, lax, selur, urriði, bleikja, selbit, ummerki, sár
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?