Stóra-Laxá í Hreppum. Vatnalíf, veiðinytjar og virkjun

Nánari upplýsingar
Titill Stóra-Laxá í Hreppum. Vatnalíf, veiðinytjar og virkjun
Lýsing

Stóra-Laxá er ein af helstu þverám Hvítár í Árnessýslu og er hún dæmigerð dragá. Lífmassi þörunga var áþekkur og finna má í dragám sem kannaðar hafa verið hér á landi og voru kísilþörungar að jafnaði algengasti hópur þörunga. Ættkvíslir niturbindandi blágrænbaktería voru víða áberandi á árbotninum. Þéttleiki botnlægra hryggleysingja var að jafnaði frekar lítill í Stóru-Laxá og hliðarám hennar. Líkt og í flestum ám á Íslandi var rykmý algengasti hópur botndýra. Í Stóru-Laxá er að finna lax, urriða og bleikju og var lax ríkjandi tegund með 86,5% hlutdeild seiða laxfiska. Fiskgengi hluti Stóru-Laxár er rúmir 41 km og er hún fiskgeng að fossi við Uppgöngugil, en þangað eru 105 km frá ósi í sjó. Hvergi á Íslandi komast sjógengnir fiskar lengra inn í land. Aldur göngulaxa í ánni er 3–8 ár. Algengast er að laxaseiði í Stóru-Laxá dvelji um þrjú ár í ánni. Á þeim 30 árum sem fiskrannsóknir hafa staðið yfir í Stóru-Laxá hefur sá tími sem seiðin dvelja í ánni heldur styst.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016)
Útgáfuár 2015
Leitarorð laxveiðar, seiðasleppingar, laxaseiði, seiðarannsóknir, seiðabúskapur, búsvæði. veiðinytjar, göngulax
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?