Selatalningin mikla. Niðurstöður 2007-2012

Nánari upplýsingar
Titill Selatalningin mikla. Niðurstöður 2007-2012
Lýsing

Niðurstöður sýna að heildarfjöldi sela á svæðinu hefur haldist nokkuð stöðugur árin 2007-2012. Töluvert færri selir sáust hinsvegar árið 2012, heldur en undanfarin ár, en frávikið var ekki marktækt. Ekki kom fram marktækur munur á selafjölda við Vatnsnes tímabilið 2007 – 2012 og meðalfjöldi (meðalfrávik) var 853,33 (207,045). Talningar á Heggstaðanesi hófust fyrst 2009 og á tímabilinu 2009 – 2012 var meðalfjöldi (meðalfrávik) 104,75 (13,985). Talningardagurinn hafði ekki marktæk áhrif á selafjölda.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Erlingur Hauksson
Nafn Sandra Magdalena Granquist
Flokkun
Flokkur Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016)
Útgáfuár 2013
Leitarorð selur, selarannsóknir, selatalning, landselur, selkópar
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?