Seiðarannsóknir í Eystri-Rangá og Fiská árið 2013

Nánari upplýsingar
Titill Seiðarannsóknir í Eystri-Rangá og Fiská árið 2013
Lýsing

Á haustdögum 2013 barst Veiðimálastofnun ósk um umsögn vegna framkvæmda við Eystri-Rangá og Fiská í Rangárþingi eystra. Um er að ræða grjótvörn og dýpkun á Bakkavallahyl í Fiská og dýpkun og grjótvörn á veiðistað við Fagradal rétt ofan við ós Fiskár. Tilgangur framkvæmdanna er einkum að koma í veg fyrir frekara landbrot. Farið var á vettvang og gerð umsögn um áhrif framkvæmdanna (Magnús Jóhannsson 2013). Að ósk veiðifélagsins var samhliða gerð seiðarannsókn í ánum utan áhrifasvæðis framkvæmdanna. Skýrsla þessi greinir frá niðurstöðum fiskrannsóknanna.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016)
Útgáfuár 2014
Leitarorð seiðarannsóknir
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?