Seiðaástand, stangaveiði og talning göngufiska í Úlfarsá árið 2014

Nánari upplýsingar
Titill Seiðaástand, stangaveiði og talning göngufiska í Úlfarsá árið 2014
Lýsing

Seiðaástand laxfiska hefur verið vaktað árlega í Úlfarsá síðastliðin 16 ár og stangveiði verið skráð rafrænt frá 1974. Að jafnaði hefur seiðaástandið verið rannsakað á sex stöðvum í Úlfarsá og einni í Seljadalsá ofan Hafravatns. Árið 2014 var vísitala á seiðaþéttleika laxaseiða sú hæsta sem mælst hefur frá árinu 1999. Munar þar mestu um mikinn fjölda 0+ laxaseiða á neðstu stöðvunum í Úlfarsá. Þéttleiki laxaseiða á öðrum stöðvum var í flestum tilfellum undir meðaltali síðustu 16 ára og á það bæði við um 0+ og eldri seiði. Aðeins eitt laxaseiði veiddist á stöðinni í Seljadalsá ofan við Hafravatn. Vísitala á þéttleika urriðaseiða var há, aðeins einu sinni hefur mælst hærri vísitala fyrir 0+ urriðaseiði og vísitala fyrir 1+ seiði hefur ekki áður mælst hærri. Stangveiðin í Úlfarsá árið 2014 var 163 laxar sem er nokkuð undir meðalveiði tímabilsins 1974 til 2014. Af veiddum löxum var 27 sleppt aftur eða 16,6% veiðinnar. Eins og undanfarin ár veiddust flestir laxar á neðstu veiðistöðunum. Fiskteljari var starfrækur frá júní til septemberloka. Nettó gengu 132 laxar og 137 urriðar upp teljarann. Flestir laxar fóru upp í gegnum teljarann á tímabilinu 5. júlí og fram yfir mánaðamót júlí/ágúst, en urriði er mest á ferðinni frá miðjum ágúst og fram í september. Dagana 31. ágúst og 1. september gengu óvenju margir fiskar upp teljarann í kjölfar vatnava

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016)
Útgáfuár 2015
Leitarorð lax, laxaseiði, stangveiði, fiskteljari
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?