Rannsóknir á urriðastofni Ölfusvatnsár árið 2015

Nánari upplýsingar
Titill Rannsóknir á urriðastofni Ölfusvatnsár árið 2015
Lýsing

Skýrslan greinir frá rannsóknum sem gerðar voru sumarið 2015 í Ölfusvatnsá í Grafningi. Framkvæmt var búsvæðamat á allri ánni og gerðar seiðarannsóknir á nokkrum stöðum. Fullorðnir urriðar voru merktir með plastmerkjum og hreistursýni skoðuð. Niðurstaða rannsóknarinnar er m.a. að urriðastofn Ölfusvatnsár hefur tekið vel við sér í kjölfar fiskræktar í Þingvallavatni og í Ölfusvatnsá. Urriðaseiði þrífast vel í ánni og hrygningarfiskar ganga úr Þingvallavatni í nokkrum mæli og nýta allan fiskgengan hluta árinnar, sem nær 8,4 km uppfrá Þingvallavatni.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016)
Útgáfuár 2015
Leitarorð seiðarannsóknir, merkingar, aldursgreiningar, búsvæðamat
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?