Miðá 2012. Búsvæði, seiðabúskapur og laxveiði

Nánari upplýsingar
Titill Miðá 2012. Búsvæði, seiðabúskapur og laxveiði
Lýsing

Miðá er hrein dragá með uppruna í lækjum á Bröttubrekku og ofan Austurárdals og fellur til sjávar um Sökkólfsdal í hæl Hvammsfjarðar, milli Haukadalsár og Hörðudalsár. Helstu hliðarár eru Austurá, Reykjadalsá, Tunguá og Hundadalsá. Sumarið 2012 voru búsvæði árinnar kortlögð til að meta framleiðslugetu fyrir lax, útbreiðsla og magn fiskseiða kannað, auk þess sem lagt var mat á árangur fiskræktar.  Miðá er fiskgeng 23,7 km að Selfossi, en lengd fiskgengra hluta í hliðarám er 18,6 km. Flatarmál búsvæða var 657.700 m2 og heildarfjöldi framleiðslueininga var 16.887. Búsvæði í hliðaránum reyndust víða góð, sérstaklega í hliðarám og á efri hluta Miðár. Lax reyndist ríkjandi tegund á búsvæðum árinnar, en nokkuð var um bleikju og auk þess veiddust hornsíli og flundra. Mjög lítið fannst af laxfiskum í hliðaránni Reykjadalsá og virðist áin ekki ná að framleiða seiði og sennilega kemur þornun árfarvegar neðst í ánni í veg fyrir að búsvæði árinnar nýtist til fiskframleiðslu. Laxveiði var góð í Miðá sumarið 2012 og veiddust 357 laxar og 274 bleikjur. Laxveiði hefur verið góð í ánni undanfarin ár, en á sama tíma hefur bleikjuveiðin dregist saman. Greind voru 83 hreistursýni úr laxveiðinni 2012 og reyndust 78% sýnanna vera af náttúrulegum uppruna en 22% ættuð úr fiskrækt með sleppingum sjógönguseiða. Meðalaldur seiða í ferskvatni var 3,09 ár og reyndist klakárgangur frá 2008 uppistaða göngunnar í ána 2012.      

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016)
Útgáfuár 2012
Leitarorð lax, bleikja, hornsíli, flundra, búsvæði, framleiðslugeta, seiðaathuganir, hreistursýni, fiskrækt
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?