Mat á vistfræðilegu ástandi vatnshlota: Vatnagróður

Nánari upplýsingar
Titill Mat á vistfræðilegu ástandi vatnshlota: Vatnagróður
Lýsing

Stöðuskýrsla til Umhverfisstofnunar.

Vatnagróður er einn af þeim líffræðilegu gæðaþáttum sem nota skal þegar ástand straum- og stöðuvatnshlota er metið, samkvæmt lögum nr. 36/2011 um stjórn vatnamála. Svo hægt sé að skilgreina vistfræðileg ástand vatnshlota út frá vatnagróðri þarf fyrst að skilgreina aðferðir til að meta vistfræðilegt ástand. Slíkar aðferðir eru víða notaðar erlendis, fyrir bæði þörunga og vatnaplöntur en engar aðferðir hafa verið þróaðar sérstaklega eða aðlagaðar fyrir Ísland.
Nokkuð hefur skort á kerfisbundnar rannsóknir á vatnagróðri hér á landi og er þekking á útbreiðslu og samfélögum þörunga og vatnaplantna takmörkuð. Í þessari greinargerð eru teknar saman upplýsingar um aðferðir annarra landa, fyrirliggjandi íslenskar rannsóknir og tiltæk gögn auk greininga sem framkvæmdar voru eftir því sem unnt var. Áhersla var lögð á skoðun kísilþörunga fyrir straumvötn en vatnaplöntur fyrir stöðuvötn. Niðurstöður benda til þess að góðir möguleikar séu á því að aðlaga aðferðir frá öðrum löndum að íslenskum aðstæðum, að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Af þeim flokkunarkerfum sem skoðuð voru fyrir kísilþörunga er IPS umhverfisvísirinn talinn henta vel fyrir íslenskar aðstæður. Af þeim
aðferðum sem skoðaðar voru fyrir vatnaplöntur er talið líklegast að TIc aðferðin sem notuð er í Noregi geti hentað fyrir íslenskar aðstæður. Skoðun kísilþörunga sem gæðaþáttar fyrir straumvötn er komin lengra en skoðun vatnaplantna fyrir stöðuvötn en ekki voru ekki tiltæk sambærileg gögn um vatnaplöntur til úrvinnslu eins og fyrir kísilþörunga.

 

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Gunnar Steinn Jónsson
Nafn Iris Hansen
Nafn Halla Margrét Jóhannesdóttir
Nafn Ingi Rúnar Jónsson
Flokkun
Flokkur Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016)
Útgáfuár 2014
Leitarorð vatnshlot, þörungar, vatnaplöntur
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?