Laxá í Leirársveit 2010. Seiðabúskapur, göngur og laxveiði

Nánari upplýsingar
Titill Laxá í Leirársveit 2010. Seiðabúskapur, göngur og laxveiði
Lýsing

Árið 2010 reyndist seiðaþéttleiki Laxár í Leirársveit sá mesti frá upphafi mælinga. Mestur var þéttleikinn hjá vorgömlu seiðunum eða 51,1/100 m2 og 23,5 hjá seiðum á öðru ári, langt yfir langtímameðaltali.  Þéttleiki urriðaseiða jókst á milli ára og mældist 10,3/m2, einnig yfir langtímameðaltali. Einungis vottur af bleikjuseiðum veiddist eða 0,5/100m2. Vöxtur laxa- og urriðaseiða jókst á milli ára.  Upp fyrir fiskteljarann gengu 1523 smálaxar, 80 stórlaxar og 252 silungar. Laxaganga um teljarann jókst um helming á milli ára en var svipuð göngunni árið 2008. Gangan var kröftug frá 10. júlí til 20. ágúst.  Í Laxá veiddust 1126 laxar á stöng en 63 í Þverá og Selósi.  Úr veiðinni var 266 löxum sleppt. Smálax var í miklum meirihluta eða 96%. Í Laxá veiddust 80 urriðar en 16 í Þverá og Selósi. Veiðihlutfall ofan við Eyrarfoss var einungis 9,5% og hefur aldrei mælst jafn lágt frá því talning á laxagöngu um fossinn hófst. Meðaltal síðustu 10 ára er 22,2%.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016)
Útgáfuár 2011
Leitarorð laxveiði, seiðabúskapur, fiskteljari, urriði, veiðihlutfall
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?