Landselstalning úr lofti árið 2011: Framvinda og niðurstöður

Nánari upplýsingar
Titill Landselstalning úr lofti árið 2011: Framvinda og niðurstöður
Lýsing

Í þessari skýrslu er gerð grein fyrir 10. heildartalningu landsela úr lofti á ströndum landsins, en markmið verkefnisins var að afla upplýsinga um stöðu íslenska landselsstofnsins nú (árið 2011) með því að bera saman við talningarniðurstöður fyrri ára (árin 2003 og 2006).
Talningin fór fram í júlí - september 2011, en heildarfjöldi flugtíma var 158. Flogið var yfir mest alla ströndina tvisvar sinnum og nokkur mikilvægustu landselslátrin þrisvar. Þessi talning er sú viðamesta sem ráðist hefur verið í til þessa, en talningar fyrri ára miðuðu að því að fljúga einu sinni yfir ströndina hvert talningarár.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Sandra Magdalena Granquist
Nafn Erlingur Hauksson
Nafn Arna Björg Árnadóttir
Nafn Jacob Kasper
Flokkun
Flokkur Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016)
Útgáfuár 2011
Leitarorð landselur, talningaraðferðir, umhverfisþættir,
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?