Gönguför laxa í Selá um og ofan við Efrifoss

Nánari upplýsingar
Titill Gönguför laxa í Selá um og ofan við Efrifoss
Lýsing

Upprunalega var Selá í Vopnafirði aðeins fær göngufiski um 7,2 km frá sjó. Árið 1968 var byggður fiskvegur í Selárfoss sem gerði ána fiskgenga um 20,6 km til viðbótar. Það jók til muna fiskgengd í ánni. Umtalsverðar náttúrulegar sveiflur eru vissulega fyrir hendi í Selá, en laxveiði eykst
fljótlega eftir gerð stigans en síðan kemur lægð í laxveiði árin 1981-1984 eins og í flestum ám á þessu landsvæði. Í ágúst 2010 var opnaður annar fiskvegur í Selá í Vopnafirði í Efrifossi. Við það opnuðust víðfeðm svæði fyrir göngufisk. Þessi skýrsla fjallar um rannsóknir á landnámi lax á svæðinu fyrir ofan Efrifoss. Aðallega beindist athyglin að svæðinu frá Efrifossi til óss Hrútár ytri, en einnig var fylgst með neðri hluta Selsár. Það var gert með þrennum hætti. Með merkingu laxa sem komnir voru upp á þetta svæði, talningu laxa sem ganga upp stigann í fossinum og með rafveiðum til að sjá hvernig seiði nema land á svæðinu.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Þórólfur Antonsson
Nafn Benóný Jónsson
Flokkun
Flokkur Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016)
Útgáfuár 2014
Leitarorð Selá. Efrifoss, fiskvegur, laxveiði, göngufiskur, laxatalning,
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?