Flekkudalsá í Dölum. Samantekt um fiskirannsóknir árið 2012

Nánari upplýsingar
Titill Flekkudalsá í Dölum. Samantekt um fiskirannsóknir árið 2012
Lýsing

Í Flekkudalsá veiddust 132 laxar og 13 urriðar sumarið 2012. Laxveiði var slök í ánni árin 2011 og 2012 eftir góða veiði undanfarinna ára.  Hlutdeild smálaxa (eins árs laxa úr sjó) var 91,7% af heildarveiði. Laxinn var smár sumarið 2012, en meðalþyngd smálaxa var 1,99 kg.  Hreistursýni voru rannsökuð af rúmlega 50% laxveiðinnar. Allir laxarnir voru af náttúrulegum uppruna og voru að ganga í fyrsta sinn til hrygningar. Meðalaldur gönguseiða var 3,5 ár. Laxarnir voru af klakárgöngum 2006 - 2009, en klakárgangar 2007 og 2008 báru uppi veiðina með 93,2% hlutdeild. Klakárgangar áranna 1985 - 2007 skila að meðaltali 181 laxi í laxveiði, en heimtur eru breytilegar allt frá 90 löxum (árgangur 1990) til 353 laxa (árgangur 2004). Seiðavísitala laxaseiða reyndist með því mesta sem mælst hefur á vatnasvæðinu og nýliðun var sú mesta frá upphafi mælinga.      

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016)
Útgáfuár 2013
Leitarorð lax, urriði, laxveiði, hreistursýni, seiðamagn
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?