Fiskrannsóknir á vatnasvæði Þjórsár árið 2012

Nánari upplýsingar
Titill Fiskrannsóknir á vatnasvæði Þjórsár árið 2012
Lýsing

Í skýrslunni er gerð grein fyrir rannsóknum sem höfðu að meginmarkmiði að auka þekkingu á göngum laxfiska ásamt því að meta ástand fiskstofna á vatnasvæði Þjórsár. Tengjast þær m.a. mögulegum mótvægisaðgerðum vegna fyrirhugaðra virkjana í neðanverðri Þjórsá. Seiðabúskapur var vaktaður og fiskgöngur upp fiskstiga við Búða kannaðar. Lax og sjóbirtingur úr veiði var aldursgreindur. Gert var búsvæðamat fyrir laxaseiði í Bjarnalæk sem er á ófiskgengu svæði.  Metið var að vorið 2012 hafi gengið 3191 laxaseiði niður Kálfá,  voru 670 þeirra seiða örmerkt í þeim tilgangi að meta stofnstærð laxa. Þéttleiki laxaseiða á fyrsta og öðru ári ofan Búða var sá hæsti sem þar hefur mælst. Þetta vitnar um aukið uppeldi laxa ofan stigans.  Þéttleiki laxaseiða á lykilstöðvum í Þjórsá á fyrsta og öðru ári lækkaði milli ára, þéttleiki tveggja ára seiða var sá hæsti síðan 2008. 

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016)
Útgáfuár 2013
Leitarorð laxveiði, silungsveiði, lax, urriði, bleikja, laxaseiði, vatnshiti, seiðarannsóknir, stofnstærðamat, búsvæði, búsvæðamat, merkingar, aldursrannsóknir, örkmerki, vatnshiti, Þjórsá, Kálfá
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?