Fiskrannsóknir á vatnasvæði Þjórsár árið 2009
Nánari upplýsingar |
Titill |
Fiskrannsóknir á vatnasvæði Þjórsár árið 2009 |
Lýsing |
Í þessari skýrslu er greint frá rannsóknum Veiðimálastofnunar á vatnasvæði Þjórsár árið 2009 en Veiðimálastofnun hefur gert fiskrannsóknir á vatnasvæði Þjórsár allt frá árinu 1993. Rannsóknir fólust í því að kanna áfram sjógöngu laxfiskaseiða. Í Kálfá var göngutími og fjöldi seiða á leið til sjávar metinn með gildruveiði og í Þjórsá var göngutími metinn með útvarpsmerkingum á seiðum sem rafveidd voru að vori. Markmið útvarpsmerkinga á þessu ári var að ná að nema síðari hluta göngutíma Þjórsárættaðra seiða. Jafnframt var þéttleiki gönguseiða á flatareiningu botns metinn að vori í Þjórsá. Seiðabúskapur var kannaður með hefðbundnum rafveiðum að hausti og fiskgöngur upp Búða metnar með fiskteljara. Fullorðinn göngulax og sjóbirtingur var aldursgreindur og leitað eftir örmerkjum úr sleppingum laxaseiða og útvarpsmerkjum úr fyrri merkingum. Þá var gert búsvæðamat fyrir laxaseiði ofan við fossa í Fossá og Þverá. |
Skráarviðhengi |
Ná í viðhengi |
Flokkun |
Flokkur |
Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016) |
Útgáfurit |
VMST/09052 |
Útgáfuár |
2009 |
Blaðsíður |
51 |