Fisk- og botndýrarannsóknir í Sogi og þverám þess árið 2008
| Nánari upplýsingar |
| Titill |
Fisk- og botndýrarannsóknir í Sogi og þverám þess árið 2008 |
| Lýsing |
Greint er frá niðurstöðum vöktunar á fiski og botndýrum í Efra-Sogi, Sogi og þverám þess árið 2008. Þéttleiki smádýra á botni í Sogi var að þessu sinni frá rúmlega 145 þús. til 543 þús. einstaklingar á fermetra. Mestur var þéttleikinn í Efra-Sogi við útfallið úr Þingvallavatni. Bitmýs- og rykmýslirfur voru til samans 31 - 87 % af heildarfjölda botndýra. Þéttleiki bitmýs var alls staðar lægri en meðaltal undangenginna tíu ára. Þéttleiki laxaseiðia hefur að jafnaði verið að dala í Sogi og hófst sú þróun árið 1993. Þéttleiki eins árs laxaseiða og eldri fór upp á við árin 2004 til 2006, en tvö síðustu ár hefur hann dalað. Sem fyrr var lítið af laxaseiðum í Sogi ofan Álftavatns. Seiðavísitala sumargamalla seiða steig árið 2008 sem kann að tengjast aukinni laxgengd og hrygningu árið áður. |
| Skráarviðhengi |
Ná í viðhengi |
| Flokkun |
| Flokkur |
Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016) |
| Útgáfurit |
VMST/09034 |
| Útgáfuár |
2009 |
| Blaðsíður |
27 |