Búsvæðamat á vatnasvæði Langadalsár við Djúp 2013

Nánari upplýsingar
Titill Búsvæðamat á vatnasvæði Langadalsár við Djúp 2013
Lýsing

Langadalsá við Djúp á upptök sín á Þorskafjarðarheiði í 400 - 500 metra hæð yfir sjó. Áin er dragá, um 24 km að heildarlengd og vatnasviðið 158 km2. Hún fellur um Langadal og á sameiginlegan ós (Nauteyrarós) með Hvannadalsá við austanverðan Ísafjörð. Í Langadalsá er lax ríkjandi tegund og oft ber töluvert á bleikju, en henni hefur fækkað mjög síðustu árin. Kortlagning á búsvæðum laxaseiða fór fram í Langadalsá í ágúst 2013. Farið var með öllum fiskgenga hluta árinnar og farveginum skipt í einsleita kafla með hliðsjón af botngerð og straumlagi. Á hverjum kafla voru botngerð, straumlag og dýpi skrásett með þversniðum í farvegi árinnar. Lengd kafla var mæld á korti og reiknuð meðalbreidd þeirra, flatarmál, meðaldýpi og hlutfall þekju mismunandi botnefna. Framleiðslugeta hvers kafla var síðan metin sem fjöldi framleiðslueininga.  Flatarmál fiskgenga hluta Langadalsár mældist 691.434 m2 og var honum skipt í 6 einsleita kafla (A-F). Framleiðslueiningar (FE) reiknuðust alls 18.759. Mat á búsvæðum Langadalsár leiddi í ljós að búsvæði árinnar voru almennt hagstæð fyrir hrygningar- og seiðauppeldi fyrir lax.  Niðurstöður búsvæðamatsins í Langadalsá nýtast við samanburð við önnur vatnasvæði á framleiðslugetu fyrir lax og einnig er unnt að meta framleiðslugetu árinnar fyrir einstakar jarðir.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016)
Útgáfuár 2014
Leitarorð lax, búsvæði, framleiðslugildi, framleiðslueiningar, framleiðslugeta
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?