Handbók um Stofnmælingu fiska að haustlagi - SMH 2024

Nánari upplýsingar
Titill Handbók um Stofnmælingu fiska að haustlagi - SMH 2024
Lýsing

Ágrip
SMH hefur farið fram árlega frá árinu 1996. Helsta markmið verkefnisins er að styrkja mat á stofnstærð helstu botnlægra nytjastofna á Íslandsmiðum. SMH er skipulagt með sérstakri áherslu á lífshætti og stofnstærð á grálúðu og djúpkarfa. Auk þess er markmið verkefnisins að afla upplýsinga um útbreiðslu, líffræði og fæðu helstu fiskitegunda á Íslandsmiðum og safna líffræðilegum upplýsingum um djúpfiska. Í gegnum tíðina hefur söfnun í SMH orðið veigamikill þáttur í langtímavöktun lífríkis á hafsvæði Íslands.

Handbók þessi lýsir tækjum, aðferðum og umfangi gagnasöfnunar í Stofnmælingum botnfiska að haustlagi (SMH). 

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Kver (2016-)
Útgáfurit Kver
Útgáfuár 2024
Tölublað 8
Blaðsíður 71
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
Leitarorð Handbók, haustrall, stofnmæling, SMH, gagnasöfnun
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?