| Lýsing |
Ágrip
Tilraunaveiðar á skollakoppi voru framkvæmdar árin 2022–2024 til að meta möguleika á nýtingu. Mat var lagt á veiðisvæði út frá þéttleika og útbreiðslu skollakopps, botngerð, meðafla og vistfræðilegum þáttum, eins og tilvist kóralþörunga og þaraskóga. Veiðisvæði voru talin hentug ef botngerð hentaði veiðarfærum, þéttleiki skollakops var nægur og meðafli lítill. Svæði með mikilvæg vistkerfi, s.s. kóralþörungasvæði, voru ekki talin ákjósanleg til nýtingar. Á Vestfjörðum reyndist Ísafjarðardjúp einna helst álitlegt til veiða vegna mikils þéttleika, hagstæðrar botngerðar og lítils meðafla. Þó eru þar útbreidd kóralþörungasvæði, sérstaklega við Kaldalón, og þarf því að setja skýrar takmarkanir. Í Dýrafirði var þéttleiki skollakopps lítill og er svæðið því ekki talið ákjósanlegt til nýtingar. Í Jökulfjörðum var einnig mikið af skollakoppi, en töluverður meðafli og tilvist kóralþörunga gerir svæðin óhentug til veiða án verulegra takmarkana. Í Húnaflóa reyndust Steingríms- og Kollafjörður álitleg svæði með mikinn þéttleika skollakopps, litlum meðafla og lítilli útbreiðslu kóralþörunga. Bitrufjörður kom einnig vel út með jafna stærðardreifingu og lítið af meðafla. Veiðileysufjörður á Ströndum reyndist hins vegar óhentugur vegna mikils meðafla og útbreiddra kóralþörunga. Lítið var af skollakoppi við Húnafjarðarflóa og Miðfjörð. Á Austfjörðum reyndust Berufjörður, Stöðvafjörður og Bakkafjörður ekki hentugir til nýtingar. Í Berufirði voru mikil kóralþörungasvæði og í Bakkafirði voru ígulkerin smá og óheppileg til nýtingar. Breytileiki í afla innan fjarða var einnig talsverður. Niðurstöðurnar undirstrika að við mat á nýtingu skollakopps þarf að taka tillit til vistfræðilegra þátta og forðast röskun á viðkvæmum búsvæðum eins og kóralþörungasvæðum og þaraskógum.
Abstract
Experimental fishing for green sea urchin (Strongylocentrotus droebachiensis) was conducted from 2022 to 2024 to assess the potential for commercial exploitation. Fishing grounds were evaluated based on green sea urchin density and distribution, seabed type, bycatch, and ecological factors such as the presence of coralline algae and kelp forest. Areas were considered suitable if the seabed was compatible with fishing gear, grean sea urchin density was sufficient, and bycatch was low. Areas with important ecosystems, such as coralline algae beds, were not considered favorable for utilization. In the Westfjords, Ísafjarðardjúp was found to be the most promising area due to high density, favorable bottom conditions, and low bycatch. However, extensive coralline algae beds are present there, particularly near Kaldalón, and strict restrictions are therefore necessary. In Dýrafjörður, both green sea urchin density and bycatch were low, making the area unsuitable for harvesting. In Jökulfirðir, green sea urchins were abundant, but significant bycatch and the presence of coralline algae made these areas unsuitable without substantial restrictions. In Húnaflói, Steingrímsfjörður and Kollafjörður were considered promising areas with high green sea urchin density, low bycatch and minimal distribuiton of corelline algae. Bitrufjörður also showed favorable results with an even size distribution and low bycatch. In contrast, Veiðileysufjörður is considered unsuitable due to high bycatch and widespread coralline algae. Green sea urchin abundance was low in Húnafjarðarflói and Miðfjörður. In Austfirðir, Berufjörður, Stöðvarfjörður and Bakkafjörður were not considered suitable for exploitation. Berufjörður had extensive coralline algae neds, and the green sea urchin in Bakkafjörður were small and unsuitable for harvesting. There was also considerable variation in catch rates within the fjord. These findings highlight the importance of considering ecological factors when evaluating the potential for green sea urchin exploitation and emphasize the need to avoid disturbance of sensitive habitats such as coralline algae beds and kelp forest. |