Vöktunarrannsóknir laxfiska í Langadalsá 2020. HV 2021-29

Nánari upplýsingar
Titill Vöktunarrannsóknir laxfiska í Langadalsá 2020. HV 2021-29
Lýsing

Greint er frá vöktunarrannsóknum í Langadalsá 2020. Markmið þeirra er að meta útbreiðslu og fjölda laxa og annarra laxfiska á vatnasvæðinu, auk þess sem sérstaklega er fylgst með hlutdeild hugsanlegra eldislaxa í laxagöngum.

Seiðarannsóknir fóru fram 2. september á sex stöðum og veiddust seiði laxa, bleikju og hornsíli í rannsókninni. Laxaseiði voru ríkjandi í ánni, samanlögð seiðavísitala allra árganga laxa var að meðaltali 20,9/100 m2 og var á bilinu 14,8 – 28,4 seiði/100 m2 á einstökum veiðistöðum. Alls komu fram fimm seiðaárgangar laxaseiða (0+ - 4+). Seiðavísitala bleikjuseiða í ánni allri mældist að meðaltali 2,5 seiði/100 m2, eingöngu seiði á fyrsta og öðru ári.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Sigurður Már Einarsson
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfurit Haf- og vatnarannsóknir
Útgáfuár 2021
Blaðsíður 23
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
Leitarorð lax, bleikja, urriði, seiðarannsóknir, fisktalning, stangveiði, laxahrygning
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?