Vöktunarrannsóknir á laxastofni Fróðár 2019. HV 2019-59

Nánari upplýsingar
Titill Vöktunarrannsóknir á laxastofni Fróðár 2019. HV 2019-59
Lýsing

Rannsóknir hafa farið fram á laxastofni Fróðár allt frá árinu 2003. Þá kom í ljós að svæðið frá Bláhyl að Neðri Fróðárfossi (Dalurinn) nýttist ekki sem hrygningar – og uppeldissvæði fyrir lax þar sem fossinn ofan við Bláhyl var ófær göngufiski. Áður fyrr hafði lax náð að ganga fossinn, en talið er að laxi hafi ekki á að ganga upp á Dalinn eftir 1989 vegna breytinga á fossinum.
Hafist var handa um að lagfæra fiskveginn ofan Bláhyls haustið 2007 og hafa nokkrar atrennur verið gerðar, nú síðast haustið 2019. Seiðaframleiðsla Fróðár hefur verið vöktuð samfellt frá árinu 2008, einkum til að meta árangur af fiskvegagerð ofan við Bláhyl, en um 60% framleiðslugetu laxaseiða á vatnasvæði Fróðár er að finna á Dalnum ofan Bláhyls. Nýliðun hefur mælst á hverju ári á Dalnum, mest úr hrygningarárgangi 2016, en dregið hefur úr nýliðun eftir það. Stangaveiði hefur verið flest ár yfir langtíma meðalveiði árin 2007 til 2018, en afar slök laxveiði varð árið 2019 líkt og í flestum ám á vestanverðu landinu. Í Fróðá er lykilatriði að tryggja göngur laxa upp á Dalinn þannig að öll framleiðslugeta árinnar nýtist til hrygningar‐ og seiðauppeldis. Nýjustu lagfæringar á fiskveginum ofan Bláhyls virðast hafa heppnast vel. Áfram er mælt með lágmarks vöktun búsvæða og lagt til að botngerðarmat verði gert, m.a. til að unnt sé meta viðmiðunarmörk hrygningar á vatnasvæði árinnar sem auðveldar við mat á stærð hrygningarstofns og við að stjórna veiðinni þannig að hún sé sjálfbær.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfurit Haf- og vatnarannsóknir
Útgáfuár 2019
Blaðsíður 10
Leitarorð lax, stangaveiði, seiðaathuganir, fiskvegur
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?