Vöktun laxastofna í Gljúfurá í Borgarfirði 2021. HV 2022-16

Nánari upplýsingar
Titill Vöktun laxastofna í Gljúfurá í Borgarfirði 2021. HV 2022-16
Lýsing

Í Gljúfurá í Borgarfirði veiddust 242 laxar (97,1% smálaxar og 2,9% stórlaxar) á stöng og var 6,2% laxa sleppt að lokinni veiði. Laxveiðin jókst um 21,0% á milli ára og var 12,0% yfir meðalveiði áranna 1985 - 2020 (216 fiskar). Hlutdeild hrygna í smálaxaveiðinni var 50,7% og í stórlaxaveiðinni var hún 60%. Smálaxar vógu að meðaltali 2,14 kg en stórlaxar að meðaltali 5,11 kg. Laxveiði jókst um 21,0% á milli ára og var 12,0% yfir meðalveiði (1985 – 2020). Samanlögð laxveiði á viku var mest á tímabilinu 10. - 23. september en þá veiddust 27 hvora vikuna. Laxveiði ofan teljarans var 92,1% af heildarveiði. Veiði á urriða (47 fiskar) jókst lítillega á milli ára (2,2%) og var 102,6% yfir langtímameðaltali (1987 – 2020). Mest veiddist af urriða seinnipart sumars, þ.e. frá 6. ágúst til 23. september.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfurit Haf- og vatnarannsóknir
Útgáfuár 2022
Blaðsíður 22
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
Leitarorð laxveiði, lax, urriði, sjóbirtingur, hrygningarstofn, seiðavísitala, veiðihlutfall, haustgöngur, hrygningarmarkmið
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?