Vöktun botndýra á djúpslóð umhverfis Ísland. HV 2019-41
| Nánari upplýsingar |
| Titill |
Vöktun botndýra á djúpslóð umhverfis Ísland. HV 2019-41 |
| Lýsing |
Árið 2015 hófst skráning botndýrameðafla við stofnmælingu botnfiska á djúpslóð að haustlagi og var markmið að halda úti árlegri langtímavöktun á botndýrum umhverfis Ísland. Þannig væri í fyrsta sinn hægt að fylgjast með mögulegum breytingum á lífmassa, fjölbreytileika og á útbreiðslu botndýra við landið og hugsanlega komu nýrra tegunda á djúpslóð. Botndýr eru tínd úr aflanum og þau greind til tegunda, talin, vigtuð og skráð inn í gagnagrunn. Grunnupplýsingar um útbreiðslu og þéttleika botndýra, einkum á djúpslóð, eru enn mjög rýrar og því eru þessar upplýsingar mikilvægar fyrir ýmsar rannsóknir og við ráðgjöf vegna viðkvæmra tegunda og búsvæða. Síðan þessar skráningar hófust hafa verið talin á milli 6900 og 9990 eintök botndýra árlega og alls greindar um 600 tegundir. Auk þess hafa verið teknar yfir 3000 ljósmyndir af stórum hluta þeirra tegunda sem komið hafa upp.
|
| Skráarviðhengi |
Ná í viðhengi |
| Flokkun |
| Flokkur |
Haf- og vatnarannsóknir (2016-) |
| Útgáfuár |
2019 |
| Blaðsíður |
28 |
| Leitarorð |
vöktun, botndýr, djúpsjór, viðkvæmar tegundir |