Vöktun botndýra á djúpslóð umhverfis Ísland. HV 2019-41

Nánari upplýsingar
Titill Vöktun botndýra á djúpslóð umhverfis Ísland. HV 2019-41
Lýsing

Árið 2015 hófst skráning botndýrameðafla við stofnmælingu botnfiska á djúpslóð að haustlagi og var markmið að halda úti árlegri langtímavöktun á botndýrum umhverfis Ísland. Þannig væri í fyrsta sinn hægt að fylgjast með mögulegum breytingum á lífmassa, fjölbreytileika og á útbreiðslu botndýra við landið og hugsanlega komu nýrra tegunda á djúpslóð. Botndýr eru tínd úr aflanum og þau greind til tegunda, talin, vigtuð og skráð inn í gagnagrunn. Grunnupplýsingar um útbreiðslu og þéttleika botndýra, einkum á djúpslóð, eru enn mjög rýrar og því eru þessar upplýsingar mikilvægar fyrir ýmsar rannsóknir og við ráðgjöf vegna viðkvæmra tegunda og búsvæða. Síðan þessar skráningar hófust hafa verið talin á milli 6900 og 9990 eintök botndýra árlega og alls greindar um 600 tegundir. Auk þess hafa verið teknar yfir 3000 ljósmyndir af stórum hluta þeirra tegunda sem komið hafa upp.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Steinunn Hilma Ólafsdóttir
Nafn Guðmundur Guðmundsson
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfuár 2019
Blaðsíður 28
Leitarorð vöktun, botndýr, djúpsjór, viðkvæmar tegundir
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?