Vatnasvæði Laxár í Leirársveit 2023. Vöktun á stofnum laxfiska
Nánari upplýsingar |
Titill |
Vatnasvæði Laxár í Leirársveit 2023. Vöktun á stofnum laxfiska |
Lýsing |
Ágrip
Stangveiði á laxi og urriða í Laxá var undir langtímameðalveiði. Stærstum hluta stórlaxa var sleppt, tæpum helmingi smálaxa og um fimmtungi urriða. Hrygnur voru í meirihluta, bæði hjá smálöxum og stórlöxum. Fjöldi stangveiddra laxa og urriða í Selósi og Þverá var langt undir langtímameðalveiði.
Nettó ganga laxfiska upp fyrir fiskveginn í Eyrarfossi var 670 urriðar, 525 smálaxar og 82 stórlaxar. Stærst var urriðagangan í ágúst, flestir smálaxar gengu í júlí og ágúst og flestir stórlaxar gengu í júlí. Veiðihlutfall á urriða ofan við Eyrarfoss hefur ekki mælst hærra frá 2020 en veiðihlutfall á laxi hefur ekki mælst lægra frá 2020.
Fjöldi laxahrogna ofan við Eyrarfoss var reiknaður 1,77 milljónir hrogna (16,3 hrogn/m2) og er mesta hrognamagn frá 2020. Aldursgreining hreistursýna úr laxveiðinni sýndi að ferskvatnsaldur var 2 – 4 ár en að stærstum hluta 3 ár. Mest var um 1 árs laxa úr sjó en einnig nokkuð um laxa á endurtekinni hrygningu. Rekja mátti sýnin til klaks áranna 2017 – 2019.
Seiðavísitala yngstu aldurshópa laxa- og urriðaseiða var yfir langtímameðaltali. Meðaltal vatnshita (°C) hvers mánaðar í Laxá á tímabilinu maí – september árið 2023 var í öllum tilfellum, að ágústmánuði undanskildum, undir langtímameðaltali yfir tímabilið 2003 – 2023
|
Skráarviðhengi |
Ná í viðhengi |
Flokkun |
Flokkur |
Haf- og vatnarannsóknir (2016-) |
Útgáfurit |
Haf- og vatnarannsóknir |
Útgáfuár |
2024 |
Tölublað |
35 |
Blaðsíður |
27 |
Útgefandi |
Hafrannsóknastofnun |
ISSN |
2298-9137 |
Leitarorð |
Lax, urriði, sjóbirtingur, stangveiði, myndavélateljari, tegundagreining, seiðavísitala, veiðihlutfall, hreistursýni |