Stofnmæling hrygningarþorsks með þorskanetum (SMN) 2019 – framkvæmd og helstu niðurstöður. HV 2019-34

Nánari upplýsingar
Titill Stofnmæling hrygningarþorsks með þorskanetum (SMN) 2019 – framkvæmd og helstu niðurstöður. HV 2019-34
Lýsing

Farið er yfir framkvæmd og helstu niðurstöður stofnmælingar hrygningarþorsks með þorskanetum (netarall) sem fór fram í 24. sinn dagana 25. mars til 29. apríl 2019.
Stofnvísitala þorsks er svipuð og síðastliðin tvö ár, en hún hefur verið há frá árinu 2011 eftir að hafa verið í lágmarki árin 2002‐2006. Í Breiðafirði og fyrir suðaustan land hefur stofnvísitalan aldrei verið hærri í netaralli. Kanturinn fyrir austan Eyjar sker sig áfram úr og lítið fæst nú af þorski þar. Stofnvísitalan lækkar talsvert í Fjörunni frá síðasta ári, sem hugsanlega má að einhverju leyti rekja til þess að gagnasöfnun þar náði yfir óvenju langan tíma. Síðastliðinn áratug hefur vægi hrygningarsvæðanna í Faxaflóa og Breiðafirði í stofnvístölu hrygningarþorsks aukist, en hækkun hennar má að stórum hluta rekja til þessara svæða. Undanfarin ár hefur einnig orðið aukning á hrygningu þorsks fyrir suðaustan og norðan land. Ágætt samræmi er á þróun stofnvísitalna þorsks úr SMN og stofnmælingum með botnvörpu (SMB og SMH).

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfuár 2019
Blaðsíður 19
Leitarorð stofnmæling, stofnvísitölur, net, þorskur, ýsa, ufsi, botnfiskar, vöxtur, kynþroski, hrygning, hrygningarstofn, krabbar, sjófuglar, sjávarspendýr.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?