Stangveiði og seiðarannsóknir á vatnsvæði Flekkudalsár 2020. HV 2021-27

Nánari upplýsingar
Titill Stangveiði og seiðarannsóknir á vatnsvæði Flekkudalsár 2020. HV 2021-27
Lýsing

Í stangveiðinni á vatnasvæði Flekkudalsár árið 2020 veiddust 139 laxar, 19 urriðar og ein bleikja. Hlutur smálaxa af heildarveiðinni var 90,6% og hlutur stórlaxa var 9,4%. Laxveiðin margfaldaði sig á milli ára (365%) en var 24,5% undir langtímameðaltali. Smálaxar vógu 2,51 kg að meðaltali og voru hrygnur í minnihluta (42,4%) en meðalþyngd stórlaxa var 4,59 kg, þar sem hlutur hrygna var 70%. Hlutdeild sleppinga á veiddum smálaxi árið 2020 var 28,6% og á veiddum stórlaxi 61,5%. Heildar hlutdeild sleppinga (31,7%) var einungis lítið eitt minni en meðaltals hlutdeild sleppinga á veiddum fiski á árabilinu 2015 – 2020 (32,0%). Í seiðamælingum á vatnasvæði Flekkudalsár árið 2020 veiddust 174 laxaseiði af fjórum árgöngum (0+, 1+, 2+ og 3+), 11 urriðaseiði af þremur árgöngum (0+, 1+ og 2+) og eitt sumargamalt (0+) bleikjuseiði. Meðallengd sumargamalla (0+) laxaseiða var 3,3 cm eða 0,2 cm undir langtímameðaltali (l.m.t.) og meðallengd seiða á öðru ári var 5,7 cm (0,1 cm undir l.m.t). Lengd sumargamalla urriðaseiða var 4,0 cm að meðaltali og seiði á öðru ári voru 7,5 cm að meðaltali. Samanlögð seiðavísitala laxaseiða var 17,6/100 m2 að meðaltali eða 15,2% yfir l.m.t. Vísitala sumargamalla (0+) seiða var 7,0/100 m2 (65,0% yfir l.m.t.) og vísitala veturgamalla (1+) seiða var 7,6/100 m2 (28,0% yfir l.m.t.). Holdastuðull allra árganga laxaseiða var 1,02 að meðaltali og urriðaseiða 1,15. Hreistursýnasöfnun hefur legið niðri undanfarin ár og eru veiðiréttarhafar hvattir til að taka aftur upp árlega söfnun hreistursýna.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfurit Haf- og vatnarannsóknir
Útgáfuár 2021
Blaðsíður 13
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
Leitarorð stangveiði, lax, urriði, seiðavísitala, sókn, fluguveiðar, veiðihlutfall, friðun, skráning
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?