Staða fiskstofna á vatnasvæði Bakkaár og Gríshólsár á Skógarströnd. HV 2021-07

Nánari upplýsingar
Titill Staða fiskstofna á vatnasvæði Bakkaár og Gríshólsár á Skógarströnd. HV 2021-07
Lýsing

Fiskirannsóknir fóru fram á vatnasvæði Bakkaár og Gríshólsár 2020 og var markmiðið að kanna stöðu fiskistofna árinnar. Stangaveiði í ánni var dræm sumarið 2020, en alls veiddust 21 lax, 15 bleikjur og 9 urriðar. Athuganir á seiðaþéttleika fóru fram á 5 stöðum í byrjun ágúst 2020 og leiddu þær í ljós að urriðaseiði eru ríkjandi í ánni, nema neðst á vatnasvæðinu þar sem laxinn ræður ríkjum, en afar lítið veiddist af bleikjuseiðum. Vísitala seiðaþéttleika urriða var að meðaltali 34,7 seiði/100 m2 meðan seiðavísitala laxaseiða var að meðaltali 10,7 seiði/100 m2. Seiðamagn hefur aukist verulega frá athugun sem fram fór 2008 og veiddist nú þrefallt meira af laxaseiðum, og nær fimmfalt meira af urriða.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Sigurður Már Einarsson
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfurit Haf- og vatnarannsóknir
Útgáfuár 2021
Blaðsíður 11
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
Leitarorð Lax, urriði, bleikja, seiðarannsóknir, hreisturrannsóknir, fiskrækt
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?