Rannsóknir í Lárvaðli á Snæfellsnesi. HV 2021-55
| Nánari upplýsingar |
| Titill |
Rannsóknir í Lárvaðli á Snæfellsnesi. HV 2021-55 |
| Lýsing |
Í skýrslunni er greint frá niðurstöðum rannsókna á Lárvaðli á Snæfellsnesi sem gerðar voru 4.ágúst 2021. Vettvangsskoðun var gerð á svæðinu ásamt mælingum á hitastigi, sýrustigi og seltu. Einnig var aflað upplýsinga um seiði laxfiska með rafveiðum á fjórum stöðvum í ósi Lárvaðals og í lækjum sem í hann renna, Víkurgili og Hólalæk. Niðurstöður rafveiða sýna að lax hrygnir af og til í Hólalæk, en virðist ekki nýta Víkurgilið til hrygningar og seiðauppeldis. Bleikjuseiði veiddust í báðum lækjunum. Bæði lax og urriði hrygna eingöngu í straumvatni, en bleikja getur bæði nýtt sér straumvötn og stöðuvötn til hrygningar. Vegna seltuinnihalds Vaðalsins er líklegt að bleikja hrygni eingöngu í lækjunum, því hrognin lifa að öllum líkindum ekki af í þeirri seltu sem til staðar er í Vaðlinum. Vöxtur bæði laxaseiða og bleikjuseiða er fremur hægur sem bendir til að lækirnir séu fremur kaldir.
|
| Skráarviðhengi |
Ná í viðhengi |
| Flokkun |
| Flokkur |
Haf- og vatnarannsóknir (2016-) |
| Útgáfurit |
Haf- og vatnarannsóknir |
| Útgáfuár |
2021 |
| Blaðsíður |
10 |
| Útgefandi |
Hafrannsóknastofnun |
| Leitarorð |
Lárvaðall, Lárós, lax, bleikja, seiðarannsóknir |