Rannsóknir á bleikju í Reyðarvatni í Borgarfirði í júlí 2022. HV 2023-04

Nánari upplýsingar
Titill Rannsóknir á bleikju í Reyðarvatni í Borgarfirði í júlí 2022. HV 2023-04
Lýsing

Bleikja er eini laxfiskurinn sem finnst í Reyðarvatni í Borgarfirði, en auk bleikju eru hornsíli til staðar í vatninu. Reyðarvatn liggur upp frá botni Lundarreykjadals og hefur myndast við gos undir jökli og er ísaldarjökullinn hopaði myndaðist vatnið í kvosinni austan Þverfells. Vatnið er fremur stórt stöðuvatn á íslenskan mælikvarða. Flatarmál vatnsins er 8,3 km2 og er vatnið djúpt að hluta, þannig er mesta mælda dýpi 48,5 m, en meðaldýpi er 1,3 m. Vatnið liggur í 325 m hæð yfir sjó og er mesta lengd þess 6,5 km og mesta breidd 1,9 km. Í Reyðarvatn sunnanvert rennur Reyðarlækur úr Stóra Brunnvatni og tvær ár, Leirá og Fossá, sem renna til Reyðarvatns að austanverðu um miðbik vatnsins. Útrennsli vatnsins er til Grímsár í Borgarfirði sem fellur að norðanverðu úr vatninu. Takmarkaðar rannsóknir hafa verið gerðar á Reyðarvatni, en vöktunarrannsóknir voru þó gerðar af Veiðimálastofnun árin 1980 og 1986. Rannsóknir voru gerðar í byrjun júlí 2022 til að kanna stöðu bleikjunnar í vatninu, en vatnið er nýtt með stangveiði og er vinsælt veiðivatn.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfurit Haf- og vatnarannsóknir
Útgáfuár 2023
Blaðsíður 13
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
Leitarorð bleikja, hornsíli, vöktunarrannsóknir, veiðiráðgjöf
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?