Niðurstöður bergmálsmælinga á íslenskri sumargotssíld veturinn 2018/19. HV 2019-37
| Nánari upplýsingar |
| Titill |
Niðurstöður bergmálsmælinga á íslenskri sumargotssíld veturinn 2018/19. HV 2019-37 |
| Lýsing |
Bergmálsmælingar Hafrannsóknastofnunar á íslenskri sumargotssíld er mikilvægur hluti af árlegri vöktun og mati á stærð stofnsins sem fiskveiðráðgjöfin byggir á. Þessar mælingar ná allt aftur til 1973 fyrir fullorðna síld og 1980 fyrir ungsíld. Þrír rannsóknaleiðangrar voru farnir í þessu skyni veturinn 2018/19. Niðurstöður mælinganna á fullorðna hlutanum í desember fyrir austan og sunnan en í mars fyrir vestan land eru í takt við fyrri ár. Þær sýna minnkandi stofnstærð og að litlir árgangar séu að bætast inn í veiðistofninn. Heildarvísitala fyrir veiðistofninn (4 ára +) var um 308 þúsund tonn og mældist þetta magn við norðanvert Snæfellsnes (89%) og í Breiðamerkurdýpi (11%). Niðurstöður ungsíldamælinga í fjörðum norðan lands og á vestfjörðum sýna að loks sé útlit fyrir að sterkur síldarárgangur gæti verið að verða til, þ.e.a.s. 2017 árgangurinn. Hann mun þó ekki að ganga inn í veiðstofninn að einhverju gagni fyrr en haustið 2021. |
| Skráarviðhengi |
Ná í viðhengi |
| Flokkun |
| Flokkur |
Haf- og vatnarannsóknir (2016-) |
| Útgáfuár |
2019 |
| Blaðsíður |
18 |
| Leitarorð |
sumargotssíld, bergmál, stofnstærðarvísitölur |