Miðá og Tunguá. Vöktun áranna 2022 og 2023. HV 2024-15

Nánari upplýsingar
Titill Miðá og Tunguá. Vöktun áranna 2022 og 2023. HV 2024-15
Lýsing

Vatnasvæði Miðár telst til stærri vatnsfalla í Dölum. Hér er greint frá stangaveiði árið 2023 í samhengi við fyrri ár, hreistursýnatöku áranna 2022 og 2023 sem og seiðavöktun sem fram fór haustið 2022.

Stangaveiðin í Miðá og Tunguá var 144 laxar og 192 bleikjur sumarið 2023. Bæði lax- og bleikjuveiðin er undir meðaltali. Hlutur fluguveiði og veiða og sleppa hefur aukist síðustu ár á vatnasvæðinu. Veiðin dreifðist á 28 veiðistaði og var bleikjuveiðin staðbundnari en lax-veiðin.

Bleikjuveiðin var mest í júlí meðan toppar voru í laxveiðinni í júlí og september. Sleppingar á stórlaxahrygnum höfðu mikið að segja fyrir áætlaðan hrognafjölda í lok veiðitímabilsins en stórlaxahrogn vegna sleppinga námu rúmum 25% af hrognum.

Átján hreistursýni af laxi bárust árið 2022 og þrjú af bleiku. Árið 2023 bárust þrjú hreistursýni af laxi. Nauðsynlegt er að fleiri sýni berist til að hægt sé að fá áreiðanlegar upplýsingar um stofninn.

Þéttleiki og vöxtur laxaseiða var í meðallagi og merki fundust um árlega náttúrulega hrygningu í Reykjadalsá. Lítið ber á bleikjuseiðum í rafveiðum þrátt fyrir ágætis veiðistofn bleikju sem bendir til að bleikjan sæki frekar í hliðarár og læki til seiðauppeldis.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfurit Haf- og vatnarannsóknir
Útgáfuár 2024
Tölublað 15
Blaðsíður 30
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
ISBN 2298-9137
Leitarorð Lax, bleikja, veiðiskráning, stangaveiði, seiðaþéttleiki, veiða og sleppa
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?