Miðá 2018. Samantekt á veiði og vöktun. HV 2019-38

Nánari upplýsingar
Titill Miðá 2018. Samantekt á veiði og vöktun. HV 2019-38
Lýsing

Í Miðá og Tunguá veiddust alls 374 laxar og 97 bleikjur. Laxveiðin skiptist í 340 smálaxa og 29 stórlaxa. Alls var 30 löxum sleppt aftur í ána en engri bleikju. Hlutfall sleppinga var 31% hjá stórlaxi en 6,2% hjá smálaxi. Laxveiðin var rúmlega tvöföld meðalveiði (184,3 laxar) en bleikjuveiðin var minni en þriðjungur af meðalveiði (324,2 bleikjur). Meirihluti laxveiðinnar voru hængar eða rúm 56% og voru þeir bæði í meirihluti smálaxa og stórlaxa. Veiði var skráð á 33 veiðistaði í Miðá og Tunguá en 16 bleikjur og 31 lax voru ekki skráð á veiðistaði.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfuár 2019
Blaðsíður 31
Leitarorð lax, bleikja, stangaveiði, hrygning, seiðaþéttleiki
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?