Laxá í Aðaldal 2024 - Seiðabúskapur og veiði
| Nánari upplýsingar |
| Titill |
Laxá í Aðaldal 2024 - Seiðabúskapur og veiði |
| Lýsing |
Ágrip
Í þessari skýrslu segir frá niðurstöðum seiðamælinga í Laxá í Aðaldal síðsumars 2024. Niðurstöðurnar voru bornar saman við fyrri gögn vöktunar sem staðið hefur með sambærilegum hætti frá árinu 1971. Laxastofn Laxár hefur minnkað og veiði dregist saman yfir þetta tímabil. Seiðavísitölur fóru lækkandi í Laxá frá árinu 1996 og var gefin sú ráðgjöf að draga úr sókn með því að sleppa öllum löxum. Því var mætt í stangveiðinni frá 2006. Veiði á árinu 2024 var 826 laxar og hefur veiði aukist síðustu tvö ár eftir mikla lægð. Seiðavísitölur hafa einnig hækkað. Hitastig vorsins 2024 var undir meðaltali sem og sumarhitinn sem endurspeglaðist í minni vexti seiða.
Fiskrækt hefur verið aukin í Laxá síðustu ár með því að ala undaneldisstofn/klakstofn í eldisstöð. Frá honum hefur verið sleppt seiðum og grafin hrogn undanfarin ár. Ekki er ráðlegt að viðhalda þessari starfsemi til lengri tíma en vænta má að árangur af henni verði mælanlegur á allra næstu árum.
Abstract
This report presents the results of smolt surveys in Laxá í Aðaldal in late summer 2024. The results were compared with earlier monitoring data, gathered in a similar way since 1971. The Laxá salmon stock has declined and catches have decreased. Smolt indices fell in Laxá from 1996, and advice was given to reduce exploitation by releasing all salmon. This was adopted by anglers starting in 2006. The 2024 catch was 826 salmon, and catches have increased over the last two years after a marked low. Smolt indices have also risen. Spring temperatures in 2024 were below average, as were summer temperatures, which was reflected in slower smolt growth.
Stocking efforts have been increased in Laxá in recent years by maintaining a broodstock in a hatchery. Smolt and buried eggs from this stock have been released in recent years. It is not advisable to maintain this activity for a longer period, but its success should become measureable in the very near future.
|
| Skráarviðhengi |
Ná í viðhengi |
| Flokkun |
| Flokkur |
Haf- og vatnarannsóknir (2016-) |
| Útgáfurit |
Haf- og vatnarannsóknir |
| Útgáfuár |
2025 |
| Tölublað |
27 |
| Blaðsíður |
49 |
| Útgefandi |
Hafrannsóknastofnun |
| ISSN |
2298-9137 |
| Leitarorð |
Laxá, Reykjadalsá, Mýrarkvísl, stangveiði, seiðaþéttleiki, tengsl hrygningarstofns og nýliðunar, viðmiðunarmörk, varúðarmörk, aðgerðarmörk, Laxá, Reykjadalsá, Mýrarkvísl, fishing, smolt density, stock-recruit relationsip, reference limits, precautionary limits, action limits. |