Laxá í Aðaldal 2018. Seiðabúskapur, veiði og endurheimtur gönguseiða. HV 2019-46

Nánari upplýsingar
Titill Laxá í Aðaldal 2018. Seiðabúskapur, veiði og endurheimtur gönguseiða. HV 2019-46
Lýsing

Í Laxá voru skráðir í veiðibækur alls 608 veiddir laxar sumarið 2018 sem er 41,2% af meðalveiði áranna 1974 ‐ 2017 sem er 1.475 laxar. Veiðin var sú næst minnsta sem skráð hefur verið í Laxá frá á tímabilinu frá 1974. Af þeim 608 löxum sem veiddust var 582 (95,7%) sleppt aftur og landaður afli var því 26 laxar. Frá árinu 2007 hefur yfir 80% veiðinnar verið sleppt aftur. Af veiðinni árið 2018 voru 223 smálaxar (eitt ár í sjó) og 385 stórlaxar (tvö ár í sjó og eldri). Alls veiddust 284 hængar og 324 hrygnur. Alls voru 175 hængar að koma eftir eitt ár í sjó og 48 hrygnur. Eftir tvö ár í sjó voru 109 hængur og 276 hrygnur. Meðalþyngd smálaxa var 2,9kg hjá hængum 2,6 kg hjá hrygnum. Meðalþyngd stórlaxa var um 7,4 kg, fyrir hænga en 6,0 kg fyrir hrygnur.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Guðni Guðbergsson
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfuár 2019
Blaðsíður 57
Leitarorð River Laxa, River Reykjadalsa, River Myrarkvisl, Rod catch, juvenile density, stock and recruitment
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?