Lax- og silungsveiðin 2022. HV 2023-22

Nánari upplýsingar
Titill Lax- og silungsveiðin 2022. HV 2023-22
Lýsing

Ágrip

Í skýrslunni eru teknar saman tölulegar upplýsingar um lax- og silungsveiði á Íslandi fyrir árið 2022. Samantektin er gerð með sambærilegum hætti og gert hefur verið síðustu ár og verið birt árlega á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar

Á árinu 2022 var stangveiði samkvæmt skráningu á laxi í ám á Íslandi alls 43.184 laxar sem er um 4% yfir meðalveiðinni frá 1974-2021. Af veiddum löxum var 23.029 (53,3%) sleppt og var heildarfjöldi landaðra stangveiddra laxa (afli) 20.155 (46,7%). Af stangveiddum löxum var 16.943 smálöxum sleppt og 18.505 landað eða samtals 35.448 laxar (82,1 %) og 6.086 stórlöxum sleppt og 1.650 landað eða samtals 7.736 (17,9%) laxar með tveggja ára sjávardvöl eða lengri (stórlaxar). Alls var þyngd landaðra laxa (afli) í stangveiði 51.607 kg.

Netaveiðar hafa minnkað mikið síðustu ár og voru skráðir veiddir laxar í net alls 2.448 og afli 6.863 kg. Veiðin í net árið 2022 var 2.126 löxum færri en árið 2021 og rúmlega 8.000 löxum minni en verið hefur að meðaltali á árunum 1974-2021. Afli á villtum löxum hefur farið minnkandi á undanförnum árum bæði í stangveiði og netaveiði. Er þar bæði um að ræða aukinn fjölda sem sleppt er úr stangveiði og minnkandi sókn í netaveiði.

Í stangveiði voru skráðir alls 53.005 urriðar sumarið 2022 og þar af voru 45,5% þeirra sleppt. Veiddar bleikjur voru alls 26.348, og sleppt 19,0%, en árið 2021 voru veiddar 30.726 bleikjur og sleppt 45,2%. Afli bleikju var 21.343 fiskar (81,0%) sem vógu samtals 15.268 kg. Árið 2022 veiddust 5 hnúðlaxar (bleiklaxar) hér á landi sem skráðir voru í veiðiskýrslur en árið 2021 voru skráðir 339 hnúðlaxar.

Abstract

Reporting of all catch in freshwater fisheries is mandatory, by law, in Iceland. The catch is recorded in special logbooks in the fishing lodges. At the end of the fishing season the logbooks from every river are gathered and statistical information are processed by the Marine and Freshwater Research Institute (MFRI). A summary report is sent back to the fisheries associations as well as new logbooks before the next fishing season.

Online electronic catch recording in a central database is now available and can be accessed through the institute web page. A report with catch in rivers and lakes is published by the MFRI listing the total catch by rivers and lakes (www.hafogvatn.is).

The total rod catch of Atlantic salmon in 2022 was 43.184 fish, where off 23.029 (53,3%) was released (catch and release).

The total number of brown trout/seatrout caught in rod fishery was 53.005 fish, 45,5% were released and the catch landed was 28.907 fish and 38.010 kg. The total number of Arctic charr/sea run Arctic charr in the rod fishery was 26.348 fish, 5.005 were released and the catch landed was 21.343 fish and 15.268 kg. The angling catch in rivers with Ocean ranching was 10.553 fish which is 24,4% of total angling catch in Iceland in 2022.

A total of 5 pink salmon was recorded in Iceland in the 2022, 4 in rod and 1 in gillnet.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfurit Haf- og vatnarannsóknir
Útgáfuár 2023
Blaðsíður 39
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
Leitarorð lax, urriði, bleikja, veiðiskráning, stangveiði, netaveiði, smálax, stórlax, afli, veitt og sleppt
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?