Lax- og silungsveiðin 2020. HV 2021-35

Nánari upplýsingar
Titill Lax- og silungsveiðin 2020. HV 2021-35
Lýsing

Sumarið 2020 var stangveiði á laxi í ám á Íslandi alls 45.124 laxar, af þeim var 22.327 (49,5%) sleppt og var heildarfjöldi landaðra stangveiddra laxa (afli) 22.797 (50,5%). Laxveiði á stöng var 3.510 löxum eða 8,4% yfir meðalveiði áranna 1974 til 2019 (41.614) og 35,2% aukning frá árinu 2019 (29.129). Af stangveiddum löxum voru 36.022 laxar með eins árs sjávardvöl (smálaxar) (79,8%) og 9.102 (20,2%) laxar með tveggja ára sjávardvöl eða lengri (stórlaxar). Alls var þyngd landaðra laxa (afli) í stangveiði 63.548 kg. Afli í stangveiðinni skiptist þannig að 20.426 (91,5%) laxar voru smálaxar, alls 51.867 kg og 2.371 stórlaxar (8,5%) sem voru 11.678 kg. Af þeim löxum sem sleppt var aftur voru 15.596 smálaxar og 6.731 stórlaxar.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfurit Haf- og vatnarannsóknir
Útgáfuár 2021
Blaðsíður 40
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
Leitarorð Veiðiskráning, lax, urriði, bleikja, stangveiði, netaveiði, smálax, stórlax, afli, veitt og sleppt
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?