Lax‐ og silungsveiði 2017. HV 2018-35

Nánari upplýsingar
Titill Lax‐ og silungsveiði 2017. HV 2018-35
Lýsing

Sumarið 2017 var heildarstangveiði samkvæmt skráningu á laxi í ám á Íslandi alls 46.656 laxar. Af þeim var 19.667 (42,2%) sleppt aftur og var heildarfjöldi landaðra stangveiði veiddra laxa (afli) því 26.989 laxar (1. tafla). Af veiddum löxum voru 35.929 laxar með eins árs sjávardvöl (smálaxar) (76,9%) og 10.748 (23,1%) laxar með tveggja ára sjávardvöl eða lengri (stórlaxar). Alls var þyngd landaðra laxa (afla) í stangveiði 69.515 kg. Afli í stangveiðinni skiptist þannig að 24.110 (89,3%) voru smálaxar, alls 55.349 kg og 2.879 (10,7%) stórlaxar, 14.166 kg. Af þeim löxum sem sleppt var aftur voru 11.819 (60%) smálaxar og 7.869 (40%) stórlax.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfuár 2018
Leitarorð veiðiskráning, lax, urriði, bleikja, stangveiði, netaveiði
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?