Langadalsá 2024 Vöktunarrannsóknir á stofnum laxfiska

Nánari upplýsingar
Titill Langadalsá 2024 Vöktunarrannsóknir á stofnum laxfiska
Lýsing

Ágrip

Í skýrslunni er greint frá vöktunarrannsóknum í Langadalsá árið 2024. Markmið rannsóknanna er að afla þekkingar um stöðu laxastofns árinnar, rannsaka útbreiðslu og magn laxfiska í árkerfinu, auk þess að greina fiska sem ganga úr sjó. Seiðarannsóknir fóru fram á sex stöðum í vatnakerfinu, þar af fimm í Langadalsá og einum í hliðaránni Efrabólsá. Laxaseiði voru ríkjandi að þéttleika á öllum rannsóknarstöðvum en bleikja veiddist á fjórum af sex stöðum í litlum þéttleika. Urriðaseiði komu ekki fyrir. Laxaseiðin voru frá vorgömlum (0+) til þriggja ára (3+). Vísitala heildarþéttleika laxaseiða var hæst á stöð ofan við gamla veiðihúsið (stöð 4), en þar var vægi vorgamalla seiða mest.

Alls veiddust 113 laxar og 7 bleikjur í stangveiði í Langadalsá sumarið 2024 þar af 90 smálaxar og 23 stórlaxar. Flestir laxar veiddust í Efrabólsfljóti (20), en næst flestir í Túnfljóti (19). Laxveiðin í Langadalsá sumarið 2024 rúmlega tvöfaldaðist frá 2023 (50 laxar), en veiði hefur verið slök síðan 2019 og langt undir langtíma meðalveiði í ánni frá 1950. Alls gengu 126 laxar um teljarann í Laugardalsá sumarið 2024, en áætlað er að teljarinn hafi einungis talið um 56% göngunnar vegna flóða í ánni. Enginn eldislax kom fram í teljaranum 2024.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Sigurður Már Einarsson
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfurit Haf- og vatnarannsóknir
Útgáfuár 2025
Tölublað 39
Blaðsíður 21
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
ISSN 2298-9137
Leitarorð lax, bleikja, urriði, seiðarannsóknir, teljari, veiði, Langadalsá
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?