Kynþroski í Bleikjueldi. HV 2021-16

Nánari upplýsingar
Titill Kynþroski í Bleikjueldi. HV 2021-16
Lýsing

Hitastig er sá umhverfisþáttur sem hefur mest áhrif á vöxt fiska. Í Íslenskum landeldisstöðvum er ódýr jarðvarmi því gjarnan nýttur til þess að ná fram sem mestum vaxtarhraða, sérstaklega á seiðastiginu þegar vatnsþörfin er minnst. Eldi við hátt hitastig getur hinsvegar verið varasamt, því
nýlegar rannsóknir sýna að eldishiti snemma á ævinni getur haft varanleg áhrif á þætti eins og beinabyggingu, vöðvavöxt og aldur við kynþroska. Snemmbúinn kynþroski er stórt vandamál í Íslensku bleikjueldi. Þetta verkefni snýst um að finna leiðir til að draga úr þessu vandmáli. Fyrsta
markmið þessa verkefnis er að skima fyrir VGLL3 geni sem talið er að skýri stóran hluta af erfðabreytileika í kynþroska.

Næsta markmið okkar er að skilgreina á hvaða aldurskeiði seiðastigsins hitastig hefur mest áhrif á kynþroskaákvörðun. Þetta er bæði gert með því að skoða tjáningu gena
sem talin eru stýra kynþroskaákvörðun og með beinum mælingum á kynþroskastigi bleikjunnar.

Samhliða þessum rannsóknum er leitað leiða til að framleiða ófrjóa eldisbleikju með nýstárlegri aðferð sem kallast genaþöggun. Rannsóknin er enn í gangi. Búið er að finna VGLL3 breytileikann í erfðamengi bleikju sem opnar fyrir þann möguleika að hægt verði að raðgreina verulegan fjölda fiska.

Bleikjuseiði hafa verið alin við mismunandi hitastig og tekin hafa verið RNA sýni sem bíða greiningar hjá Háskóla Ísland. Fyrsta tilraun á framleiðslu ófrjórar bleikju með genaþöggun bar ekki árangur, en lífmælingar á tjáningu dnd‐gensins í seinni tilraun á laxi gefa tilefni til töluverðrar bjartsýni.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfurit Haf- og vatnarannsóknir
Útgáfuár 2021
Blaðsíður 14
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?