Kortlagning kræklings (Mytilus edulis) í innanverðum Hvalfirði 2009 og 2010. HV 2021-46

Nánari upplýsingar
Titill Kortlagning kræklings (Mytilus edulis) í innanverðum Hvalfirði 2009 og 2010. HV 2021-46
Lýsing

Niðurstöður þessarar könnunar leiddu í ljós að umtalsvert magn af kræklingi var að finna í innanverðum Hvalfirði á sléttum sand- eða leirbotni > 2ja m dýpi. Kræklingur fannst í veiðanlegu magni á fimm af sex svæðum sem skoðuð voru og þar á 71% stöðva. Lífþyngdin í togunum innan hvers svæðis var mismunandi en meðallífþyngd á svæði var 1-3 kg/m2 og meðallífþyngd á öllum svæðum til samans 2,3 kg/m2. Mesta meðallífþyngd (3,0 kg/m2) var í Botnsvogi (svæði IV) og Laxárvogi (svbæði VI) en mikill munur var á stærð þessara svæða. Samanlögð stærð svæða í könnuninni þar sem kræklingur fannst var 4,8 km2 en svæðin misstór 0,4-1,3 km2. Heildarstofninn á öllum svæðum til samans var tæp 11,600 tonn. Lengdardreifingar úr afla af rannsóknarsvæðunum gefa til kynna að allsstaðar voru stórar skeljar ríkjandi. Þessar skeljar eru taldar gamlar vegna stærðar, lögunar og ásæta sem einkum var hrúðurkarl. Stærstar voru skeljarnar í Brynjudalsvogi (svæði I) og Helguvík (svæði III). Aldur skeljanna, hrúðurkarl og besltisþari gætu gert nýtingu erfiða.

 

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfurit Haf- og vatnarannsóknir
Útgáfuár 2021
Blaðsíður 32
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
Leitarorð Mytilus edulis, kræklingur, útbreiðsla, kortlagning, Hvalfjörður
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?