Helstu niðurstöður vistfræðileiðangurs í Austurdjúp á RS Árna Friðrikssyni í maí 2021

Nánari upplýsingar
Titill Helstu niðurstöður vistfræðileiðangurs í Austurdjúp á RS Árna Friðrikssyni í maí 2021
Lýsing

Hafrannsóknastofnun hefur verið þátttakandi í árlegum alþjóðlegum vistfræðileiðangri í Austurdjúpi í maí frá upphafi hans árið 1995. Markmið leiðangursins er að rannsaka umhverfisskilyrði, svifdýrasamfélög, fylgjast með útbreiðslu og mæla stofnstærð og göngur norsku vorgotssíldarinnar og kolmunna í Austurdjúpi og á Austur- og Norðausturmiðum. Niðurstöður íslenska hluta leiðangursins á RS Árna Friðrikssyni í ár sýndu að norsk-íslensk síld var að finna á stóru svæði austur og norðaustur af Íslandi sem og norðaustar í alþjóðlegu lögsögunni. Það bendir til svipaðs göngumynsturs og undanfarin ár. Mest mældist af 5 ára síld (2016 árganginum) en eldri síld (8 ára og 13-15 ára) var einnig áberandi, þá helst á austurhluta svæðisins. Mælingar sýndu að kolmunni (mestmegnis 5-7 ára) var víða dreifður í gisnum lóðningum í hlýsjónum austur af kalda Austur-Íslandsstraumnum. Magn átu var svipað og síðustu ár og var rauðáta jafnan algengust. Ítarlegur samanburður á átumagni og ástandi sjávar milli ára og svæða er gerður í sameiginlegri leiðangursskýrslu allra þátttökuþjóða. Þar eru einnig að finna upplýsingar um bergmálsvísitölur á síld og kolmunna fyrir öll leiðangurssvæði. Skráning og vöktun sjávarspendýra, sem voru nú gerðar í þriðja sinn í leiðangrinum, innihéldu 85 skráningar af 8 tegundum hvala.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Sigurvin Bjarnason
Nafn Ayca Eleman
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfurit Haf- og vatnarannsóknir
Útgáfuár 2021
Blaðsíður 22
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
Leitarorð Vorgotssíld, bergmál, Noregshaf, uppsjávarvistkerfi, umhverfi
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?