Lýsing |
Ágrip
Alls veiddust 1.143 laxar á vatnasvæði Grímsár 2024, þar af 44 laxar í hliðaránni Tunguá. Auk lax veiddust 166 urriðar og 4 bleikjur. Alls var 72,4% laxa sleppt aftur eftir veiði í Grímsá og Tunguá, þar af 68,6% smálaxa og 98,6% stórlaxa. Laxveiðin 2024 jókst um 62,5% frá árinu 2023 og varð rétt undir langtíma meðalveiði (1249 laxar). Miklar sveiflur hafa verið í laxveiði á vatnasvæði Grímsár undanfarinn áratug. Undanfarin ár hefur urriðaveiðin aukist verulega og frá 2018 eru öll ár yfir langtíma meðalveiði en veiðin fer þó minnkandi.
Hrognafjöldi Grímsár og Tunguár árið 2024 var áætlaður tæplega 3,8 milljónir hrogna (2,2 hrogn/m2) sem er lítillega undir langtímameðaltali en hrognafjöldi Grímsár hefur sveiflast frá 0,9 − 4,7 hrogn/m2 á tímabilinu 1974 – 2024 og er tæplega 3,9 millj. hrogna að meðaltali.
Seiðavísitala laxa í Grímsá mældist samanlagt 57,5 seiði/100 m2 en seiðavísitala urriða 35,0 seiði/100 m2. Vísitala 0+ laxaseiða mældist 35,5 seiði/100 m2, rétt yfir langtíma meðaltali en vísitala 1+ seiða 16,4 seiði/100 m2, töluvert undir langtíma meðaltali. Nýliðun hefur nokkuð minnkað undanfarin ár og eru þar bein tengsl við veiðilægðina undanfarin ár. Sleppingar í veiðinni eru mjög mikilvægar til að styrkja hrygningarstofninn auk þess sem þær draga úr sveiflum af minnkandi laxgengd. Laxaflutningar og hrognagröftur á ófiskgeng svæði Tunguár skiluðu góðum árangri í mælingum haustið 2024. Þessi starfsemi hefur borið |