Gljúfurá í Borgarfirði 2023. Vöktun laxfiskastofna. HV2024-23

Nánari upplýsingar
Titill Gljúfurá í Borgarfirði 2023. Vöktun laxfiskastofna. HV2024-23
Lýsing

Í Gljúfurá veiddust 182 laxar sumarið 2023 og var laxveiðin undir langtímameðaltali. Hrygnur voru rúmlega helmingur smálaxa en hængar voru í meirihluta stórlaxa. Öllum stórlöxum var sleppt úr veiðinni en litlum hluta smálaxa.

Laxaganga um teljarann var undir meðallagi og lítil ganga var í ágúst. Í september jókst gangan og um helmingur laxa, bæði smálaxar og stórlaxar, og meirihluti silunga gekk þá um teljarann. Laxveiðin var líflegust í september en þá veiddist 61,5% heildarveiðinnar. Veiðihlutfall á stórlaxi er jafnan lágt í Gljúfurá. Ganga silunga var sú mesta frá því byrjað var að skrá göngu í Gljúfurá en engin silungsveiði var skráð í veiðibækur.

Reiknaður hrognafjöldi var jafn langtímameðaltali og fjöldi hrogna á hvern fermetra af botnfleti árinnar var jafn hrygningarmarkmiði í ánni sem er 3,5 hrogn á fermetra.

Seiðavísitala sumargamalla laxaseiða var hærri en langtímameðaltalið, en undir þéttleikamarkmiði og seiðavísitala veturgamalla seiða var hærri en langtímameðaltalið og yfir þéttleikamarkmiði. Seiðavísitala sumargamalla urriðaseiða var hærri en langtímameðaltalið og vísitala veturgamalla urriðaseiða var þrefalt hærri en langtímameðaltalið.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfurit Haf- og vatnarannsóknir
Útgáfuár 2024
Tölublað 23
Blaðsíður 26
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
ISBN 2298-9137
Leitarorð lax, urriði, sjóbirtingur, seiðaþéttleiki, fisktalning, veiðihlutfall, hrygningar- og nýliðunarmarkmið
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?