Friðuð svæði innan landhelgi Íslands og viðkvæm vistkerfi. HV 2021-49

Nánari upplýsingar
Titill Friðuð svæði innan landhelgi Íslands og viðkvæm vistkerfi. HV 2021-49
Lýsing

Friðuð svæði innan landhelgi Íslands og viðkvæm vistkerfi. Samantekt fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið á fyrirliggjandi gögnum sem til eru frá svæðum í hafinu umhverfis Ísland sem hafa verið lokuð í yfir 10 ár og veiðar með botnveiðarfærum hafa verið takmarkaðar eða bannaðar.

Að beiðni atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins (tilv.:ANR17030129/11.1.4) gerði Hafrannsóknastofnun mat á 16 svæðum sem lokuð hafa verið fyrir botnveiðum, að hluta eða alveg, í meira en áratug. Markmiðið var að skrá fyrirliggjandi þekkingu á svæðunum, eða skort á þekkingu, og ræða vísindaleg rök sem gætu legið fyrir því að loka þessum svæðum varanlega til verndar viðkvæmra vistkerfa á hafsbotninum og/eða nytjastofna á Íslandsmiðum. Skýrslunni var skilað til ráðuneytisins 2017 en kemur nú út hér í skýrsluröð Hafrannsóknastofnunar.

 

 

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfurit Haf- og vatnarannsóknir
Útgáfuár 2021
Blaðsíður 50
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
Leitarorð Lokuð svæði, viðkvæm vistkerfi, fiskar, botndýrarannsóknir, verndun
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?