Fiskstofnar á vatnasvæði Ölfusár-Hvítár. Ástanda stofna og veiðinýting. HV 2021-17

Nánari upplýsingar
Titill Fiskstofnar á vatnasvæði Ölfusár-Hvítár. Ástanda stofna og veiðinýting. HV 2021-17
Lýsing

Vatnasvæði Ölfusár-Hvítá er stórt og jarðfræðilega fjölbreytt og er þar að finna vatnsföll af fjölbreyttum uppruna þ.m.t. jökulvötn, lindarvötn og dragvötn. Þar lifa stórir stofnar laxfiska með lax sem ríkjandi tegund. Veiðinýting laxfiska er blönduð, þ. e. með netum og stöngum. Aldalöng hefð er fyrir nýtingu með netum sem hefur farið minnkandi í gegnum árin en stangveiðinýting að sama skapi aukist. Rakin er saga rannsókna, veiðinytja og fiskræktar á vatnasvæðinu. Gerð er heildstæð samantekt og greining fyrirliggjandi rannsókna- og veiðigagna. Laxveiði hefur verið breytileg en dregist saman á síðustu áratugum og leiddar eru líkur að því að svo sé einnig með hrygningarstofn (stofna) laxa á vatnasvæðinu. Minni hrygningarstofn endurspeglast í minnkandi þéttleika laxaseiða, sem þó hefur eflst á síðustu árum. Ástand stofna er þó mismunandi milli áa innan svæðisins. Umhverfisþættir s.s. jökulhlaup í Hvítá-Ölfusá hafa haft neikvæð áhrif en einnig, afföll laxa í sjó, lækkandi hlutfall og minnkandi stærð stórlaxa ásamt veiðinýtingu hafa þar haft mikil áhrif. Gerð er tillaga að leiðum til nýtingarstjórnunar sem styrkja ættu laxastofna svæðisins til sjálfbærrar nýtingar.

 

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfurit Haf- og vatnarannsóknir
Útgáfuár 2021
Blaðsíður 79
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
Leitarorð Ölfusá, Hvítá, lax, veiði, seiðaþéttleiki, hrogn, hrygning nýliðun
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?