Farleiðir laxa og urriða á ósasvæðum Elliðaáa og Leirvogsár árin 2017 og 2018. HV 2021-06

Nánari upplýsingar
Titill Farleiðir laxa og urriða á ósasvæðum Elliðaáa og Leirvogsár árin 2017 og 2018. HV 2021-06
Lýsing

Reykjavíkurborg áætlar 13 ha landfyllingu austan megin á ósasvæði Elliðaáa þar sem gert er ráð fyrir að rísi íbúðabyggð auk bygginga er hýsa þjónustuaðila. Strandsvæðið sem fer undir landfyllingu er mögulega nýtt af laxaseiðum á göngu sinni úr Elliðaám til sjávar og auk þess af fullorðnum laxi á göngu til hrygningar í Elliðaám. Svæðið er einnig mögulega nýtt af urriða (sjóbirtingi) úr Elliðaám og ám í nágrenni þeirra. Samhliða þessum framkvæmdum er áætlað að flytja athafnasvæði efnisvinnslufyrirtækisins Björgunar á Álfsnes en þeim flutningi fylgja framkvæmdir við Þerneyjarsund.

Til að meta áhrif fyrirhugaðrar landfyllingar og framkvæmda við Þerneyjarsund á stofna laxfiska voru árin 2017 og 2018 gerðar rannsóknir á göngum lax og sjóbirtings úr Elliðaám og Leirvogsá um ósasvæði Elliðaáa og Leirvogsár. Markmiðið var að afla upplýsinga um göngur fiskanna á þessum svæðum. Hlustunarduflum var komið fyrir innan og utan við fyrirhugað landfyllingarsvæði í Elliðaárvogi og á sundunum úti fyrir Leirvogsá og við Þerney (Þerneyjarsundi). Árið 2017 voru laxaseiði úr Elliðaám merkt með hljóðsendimerkjum á göngu sinni til sjávar og árið 2018 voru laxa- og urriðaseiði úr Elliðaám og Leirvogsá merkt með samskonar merkjum auk fullorðins lax úr Elliðaám sem var að ljúka hrygningargöngu sinni úr sjó.

Með þessari uppsetningu rannsóknarinnar var hægt að kortleggja göngur merktra fiska með því að staðsetja þá í tíma og rúmi þegar þeir dvöldu innan skynjunarsviðs hlustunarduflanna.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Friðþjófur Árnason
Nafn Hlynur Bárðarson
Nafn Sigurður Óskar Helgason
Nafn Jóhannes Sturlaugsson
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfurit Haf- og vatnarannsóknir
Útgáfuár 2021
Blaðsíður 42
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
Leitarorð Landfylling, Farleiðir, Elliðaár, Leirvogsá, Lax, Urriði, Sjóbirtingur
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?