Burrowing behaviour in ocean quahog (Arctica islandica) in situ and in the laboratory. HV 2020-43

Nánari upplýsingar
Titill Burrowing behaviour in ocean quahog (Arctica islandica) in situ and in the laboratory. HV 2020-43
Lýsing

Í þessarri rannsókn voru árstíðabundnar sveiflur í lóðréttri hreyfingu kúfskelja (Arctica islandica) í botnseti og skelstærð könnuð í Eyjafirði sem og í rannsóknarstofu. Niðurstöður sýndu að skeljar voru grafnar dýpra í seti yfir vetur en sumar, sem væntanlega skýrist af minna fæðuframboði og lægra hitastigi á þeim árstíma. Í ljósi þessa var athyglisvert hversu skeljar voru djúpt grafnar í seti í september 2003. Dagana fyrir sýnatöku var mjög hvasst sem gæti hafa orsakað mikla hreyfingu á botnsetinu og orðið til þess að skeljrnar grófu sig niður í leit að skjóli. Tölfræðilegur munur var á meðaldýpi skelja í seti í júní bæði rannsóknarárin sem erfitt er að skýra. Marktæk fylgni fannst á milli skellengdar og dýpis í nokkrum sýnatöku mánuðum. Í athugunum sem fóru fram á rannsóknarstofu fannst ekkert samræmi á milli einstakinga í setdýpi. Það er ljóst að skeljar sem voru með þykka vírinn áttu erfitt með að grafa sig niður.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfurit Haf- og vatnarannsóknir
Útgáfuár 2020
Blaðsíður 20
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
Leitarorð Arctica islandica, ocean quahog, burrowing, shell length
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?