Botngerðarmat í Reykjadalsá og Mýrarkvísl ásamt hliðarám þeirra í S-Þingeyjarsýslu

Nánari upplýsingar
Titill Botngerðarmat í Reykjadalsá og Mýrarkvísl ásamt hliðarám þeirra í S-Þingeyjarsýslu
Lýsing

Ágrip

Í þessari skýrslu er greint frá niðurstöðum botngerðarmats sem framkvæmt var í Reykjadalsá, Eyvindarlæk og Seljadalsá í Suður-Þingeyjarsýslu. Sömuleiðis er greint frá niðurstöðum botngerðarmats sem framkvæmt var í Mýrarkvísl, Geitafellsá og Kringlugerðisá árið 2004.

Farið var með öllum fiskgenga hluta áanna og farveginum skipt í einsleita kafla með hliðsjón af botngerð og straumlagi. Á hverjum kafla voru botngerð, straumlag og dýpi skrásett með þversniðum í farvegi árinnar. Lengd kafla var mæld á korti og reiknuð meðalbreidd þeirra, flatarmál, meðaldýpi og hlutfall þekju mismunandi botnefna. Framleiðslugeta hvers kafla var síðan metin sem fjöldi framleiðslueininga. Flatarmál fiskgenga hluta Reykjadalsár mældist 338.392 m2 og var honum skipt í 5 einsleita kafla (1-5), auk kafla í Víðigróf. Framleiðslueiningar (FE) reiknuðust alls 8.697. Seljadalsá er fiskgeng á 2.520 metra kafla og var flatarmál kaflans 25.654 m2. Tekin voru fimm snið í ánni og voru framleiðslueiningar þar 880 í heildina. Mat á búsvæðum Reykjadalsár og hliðarám hennar leiddi í ljós að búsvæði árinnar voru almennt hagstæð fyrir hrygningar- og seiðauppeldi fyrir lax. Flatarmál fiskgenga hlutans í Mýrarkvísl mældist 262.790 m2 og var honum skipt í 5 einsleita kafla. Framleiðslueiningar í Mýrarkvísl reiknuðust 6.726 í heildina. Í Geitafellsá mældist flatarmál fiskgenga hlutans 32.340 m2 og framleiðslueiningar voru þar 1.115. Í Kringlugerðisá var flatarmál fiskgenga hlutans 12.190 m2 og framleiðslueiningar voru þar 422. Niðurstöður búsvæðamatsins í ánum sem hér eru gerð skil nýtast við samanburð við önnur vatnasvæði á framleiðslugetu ánna fyrir lax ásamt því að meta viðmiðunarmörk fyrir stærð þess hrygningarstofns sem skilar flestum löxum í göngu að meðaltali.

Abstract

 

This report presents the results of a habitat assessment conducted in Reykjadalsá, Eyvindarlækur and Seljadalsá in Suður-Þingeyjarsýsla. It also presents the results of a habitat assessment conducted in Mýrarkvísl, Geitafellsá and Kringlugerðisá in 2004.

The area of ​​the fishable section of the Reykjadalsá River measured 338,392 m2 and was divided into 5 homogeneous sections (1-5), in addition to the section in Víðigróf. Production units were calculated to be 8,697 in total. The Seljadalsá River is fishable over a 2,520-meter section and the area of ​​the section was 25,654 m2. Five sections were taken in the river and there were 880 production units in total. An assessment of the habitats of the Reykjadalsá River and its tributaries revealed that the river's habitats were generally favorable for spawning and nursery of salmon juveniles. The area of ​​the essential fish habitat in Mýrarkvísl measured 262,790 m2 and was divided into 5 homogeneous sections. Production units in Mýrarkvísl were calculated to be 6,726 in total. In Geitafellsá, the area of ​​the fishable section was measured to be 32,340 m2 and there were 1,115 production units. In Kringlugerðisá, the area of ​​the fishable section was 12,190 m2 and there were 422 production units. The results of the habitat assessment in the rivers presented here are useful for comparison with other water areas in terms of salmon production capacity as well as for setting conservation limits for the size of the spawning stock giving maximum recruitment

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfurit Haf- og vatnarannsóknir
Útgáfuár 2025
Tölublað 37
Blaðsíður 27
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
ISSN 2298-9137
Leitarorð Lax, búsvæði, framleiðslugildi, framleiðslueiningar, framleiðslugeta, Juvenile density, juvenile condition, catch, size of the spawning stock, number of eggs
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?