Takk fyrir komuna á vorfund ferskvatnsfiska

Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, bauð gesti velkomna og setti fundinn. Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, bauð gesti velkomna og setti fundinn.

Upptaktur að veiðisumri

Hafrannsóknastofnun bauð til fundar um málefni ferskvatnsfiska föstudaginn 26. maí, í aðdraganda veiðisumarsins 2023. Fundurinn var haldinn í húsakynnum Hafrannsóknastofnunar að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði. Fundur var settur af Þorsteini Sigurðssyni, forstjóra Hafrannsóknastofnunar.

Erindin komin á vefinn

Hlynur Bárðarson, líffræðingur Ph.D. hjá Hafrannsóknastofnun, kynnti stöðu atlantshafslaxsins.

Guðni Guðbergsson, sviðstjóri ferskvatns og eldissviðs hjá Hafrannsóknastofnun, var með tvö erindi annað um hnúðlaxa og hitt um hnignun bleikjustofna (ekki er til myndband af síðara erindinu vegna tæknilegra örðugleika).

Sigurður Már Einarsson, fiskifræðingur M.Sc. hjá Hafrannsóknastofnun, var með erindið laxastofnar og umhverfisþættir í sjó.

Guðni Magnús Eiríksson, sviðsstjóri lax og silungsveiðisviðs hjá Fiskistofu, kynnti rafræna skráningu veiði.

Fundarstjóri var Ingi Rúnar Jónsson, fiskifræðingur M.Sc. hjá Hafrannsóknastofnun, Ingi Rúnar sýndi gestum nýju veiðibókina (hljóðið var því miður ekki nægilega gott).

Nálgast má upptökurnar af erindunum á Youtube síðu Hafrannsóknastofnunar.

Takk öll fyrir komuna

Við þökkum öllum þeim sem sáu sér fært að mæta til okkar, kærlega fyrir komuna. Alltaf ánægjulegt að fá góða gesti í hús. Með fylgja nokkrar myndir af viðburðinum.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?