Vísindavaka 1. október 2022

Mynd af sjávarbotni, úr safni Hafrannsóknastofnunar. Mynd af sjávarbotni, úr safni Hafrannsóknastofnunar.

Vísindavaka 2022 verður haldin í Laugardalshöll næstkomandi laugardag, 1. október 2022 kl. 13:00 – 18:00. Á Vísindavökunni kynnir vísindafólk frá háskólum, stofnunum og fyrirtækjum rannsóknaverkefni sín fyrir almenningi á lifandi og skemmtilegan hátt á fjölda sýningarbása. Rannís stendur fyrir Vísindavöku á Íslandi, en hún er haldin samtímis í helstu borgum Evrópu síðustu helgina í september undir heitinu Researchers' Night.

Hafrannsóknastofnun tekur þátt í Vísindavöku og umfjöllunarefni okkar eru rannsóknir á hafsbotni. Við munum sýna myndir og myndbönd af hafsbotninum við Ísland ásamt því að vera með lífverur og rusl af hafsbotni til sýnis.

Markmiðið með Vísindavökunni er að færa vísindin nær almenningi, kynna manneskjurnar á bak við vísindin og vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi rannsókna- og vísindastarfs í nútímasamfélagi.

mynd af sjávarbotni

Mynd af sjávarbotni, úr safni Hafrannsóknastofnunar.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?